Sérfræðiþekking Ceri Bateman tryggði henni lykilhlutverk í þróunarteymi nýja Defender. Aðalverkfræðingur stafrænnar yfirborðshönnunar var brúin milli hönnuða og verkfræðinga og tryggði að útlit endurhannaða 4x4 táknsins tengdist frammistöðu og endingu ökutækisins.
Áhugi á bílum kviknaði snemma hjá Ceri þegar hún horfði á kappakstur með föður sínum. Hún var stolt af því að fá að vinna við eitt af mest spennandi ökutækjum síðari ára. Áhrif hennar á Defender sjást glöggt – í fallega hönnuðum og hátæknilegum framljósunum.
Sem verkfræðingur, vann Ceri að öllu sem viðskiptavinurinn sér eða snertir á bílnum. M.a. Ljósin.
„Þetta þarf að virka með allri verkfræðinni sem býr að baki. Hver hluti hefur sín þolmörk – þeir eru úr mismunandi efnum og það eru mismunandi bil á milli þeirra.“
„Þú þarft að vita nákvæmlega hvaða hlutverk hver hluti gegnir og vinna náið með birgjum til að tryggja að allt passi saman – því ef einn hluti fer úrskeiðis þá passar þetta ekki og virkar ekki.“
Defender reyndi á sköpunarhæfni Ceri og teymisins í að vinna lausnamiðað, þrívíddarskynjun, samskiptum og nákvæmni. Þeim tóks að láta hvern einasta hlut passa fullkomlega saman og virka einst og til var ætlast. - á sama tíma og útlitið hérlt sér samkvæmt hönnunninni.
„Við leggjum alltaf áherslu á að vernda upphaflegu hönnunarhugmyndina og halda okkur eins nærri henni og við mögulega getum.“
Gagnrýnendur og viðskiptavinir eru sammála – Defender hefur notið gríðarlegra vinsælda frá því hann kom á markað árið 2019. Aðdráttaraflið er augljóst að mati Ceri, sem ekur stundum Defender í háskólaheimsóknir til að hvetja næstu kynslóð skapandi hönnuða í bílaiðnaðinum.
„Hann er skemmtilegur bíll. Vandaður, en skemmtilegur. Þú getur látið þennan bíl verða hvað sem er og bætt við hvaða virkni sem þú vilt. Þessi bíll getur allt.“
Ceri hóf störf hjá JLR eftir nám í bílahönnun.
„Þegar ég var í háskólanum held ég að ég hafi verið dálítið barnaleg að halda að kynjahlutföllin væru nánast jöfn. Við vorum aðeins þrjár konur í hópi 120 manns.“
Það er að breytast núna. Ceri leggur sitt af mörkum sem hluti af Women in Creative hópi JLR sem styður við og eflir konur í skapandi störfum á eigin forsendum.
„Við viljum að JLR sé fjölbreytt af réttum ástæðum. Ég hef lent í því að vera kölluð sýndarkona og það vil ég ekki. Ég vil vera þarna út af því sem ég geri, ekki vegna þess að ég er kona.“