Terrain Response-kerfið er hannað fyrir Land Rover og það velur hentugustu stillingar bílsins fyrir viðkomandi akstursskilyrði eftir upplýsingum sem ökumaður færir inn. Kerfið fínstillir vélina, gírskiptinguna, mismunadrifið og undirvagninn til að hámarka aksturseiginleika, þægindi og grip á hvers kyns yfirborði. Aðeins þarf að velja stillingu sem hentar viðkomandi skilyrðum: Almennur akstur, gras/möl/snjór, aur/hjólför og sandur. Aksturinn er alltaf öruggur, alveg óháð aðstæðum.