Defender merki á Bonnet í nærmynd

SAGA DEFENDER

Defender tekst á við hið ómögulega. Markviss hönnun, eftirsóknarverður og einstaklega endingargóður – hetja samtímans sem ber virðingu fyrir arfleifð sinni en horfir jafnframt óhræddur til framtíðar.


Fyrsti vel heppnaði borgaralegi 4x4 bíllinn í heiminum – hann mótaði heim sem hann hjálpaði til við að breyta og opnaði nýjar víddir fyrir ævintýri, vinnu og mannúðarstörf í öllum heimsálfum.


Defender á líka fastan sess í menningu okkar. Hann hefur borið konungsfólk í ferðum víðsvegar um hnöttinn og verið í hjarta hasarsins með stærstu kvikmyndastjörnum hvíta tjaldsins.


Tveir framsýnir menn gerðu þetta allt mögulegt - Wilks bræðurnir. Spencer Wilks var framkvæmdastjóri Rover Company og Maurice aðalverkfræðingur sem horfði alltaf fram á við.

Ný og eldri Defender mætast undir berum himni

Saga Defender hefst árið 1947 við Red Wharf Bay á Velsku eyjunni Anglesey. Þá teiknaði Maurice Wilks útlínur í sandinn af því sem átti eftir að verða eitt merkilegasta ökutæki allra tíma.


Innan árs var fullbúinn Land Rover kynntur fyrir heiminum. Einstakt hönnunarverk, með getu í fyrirrúmi. Léttar álplötur, stuttar fram- og afturhæðir og val á fjórhjóladrifi.


Í öllum nema elstu gerðunum var einfalt verkefni að skipta á milli framhjóladrifs og fjórhjóladrifs með rauðum og gulum handföngum á gírkassanum. Kerfi sem virkaði við allar aðstæður. Þetta er forveri hins einstaka Terrain Response kerfis Defender í dag.


Innan fárra mánaða var meistaraverk Wilks bræðra komið í sölu víða um heim. Fljótlega fylgdi breska konungsfjölskyldan inn í hóp notenda. Fyrsti sérhannaði State Review Land Rover með upphækkuðum palli að aftan var notaður til að heilsa mannfjöldanum í fyrstu heimsferð Elísabetar II drottningar og Filippusar prins árið 1953.


Alla sína langlífu ævi sást Elísabet II drottning gjarnan við stýri á Defender á landareignum konungsfjölskyldunnar, þar sem Defender þjónar konungsfjölskyldunni enn í dag.

Defender gömul útfærsla
ER 11 coronation batch

Ökutækið var hugsað til að styðja við nýja kynslóð ævintýramanna til að takast á við allar aðstæður sem jörðin býr yfir. Hið goðsagnakennda Oxford og Cambridge Far Eastern leiðangursverkefnið vakti heimsathygli þegar sex háskólanemar óku 18.000 mílur frá London til Singapúr á árunum 1955-56.


Á svipaðan hátt ferðuðust bretarnir George og Jinx Rodger 10.000 mílur á sjö árum í Station bílnum sínum þar sem þau skráðu niður ættbálka og dýrategundir í útrýmingarhættu í Afríku. Kanadíski líffræðingurinn Bristol Foster og dýralífslistamaðurinn Robert Bateman fóru í 40.000 mílna heimsreisu. Ásamt fleirum ferðum.


Þessar afrekssögur lögðu grunninn að senu utanvegaksturs. Þátttakendur í Camel Throphy - sem minnti helst á heimsmeistaramót í 4x4 - hvöttu til þróunar á fullkomnu og fjölhæfu ökutæki, hvort sem var fyrir erfiðustu leiðangrana eða styttri ferðir.


Defender gerði þetta að alþjóðlegu fyrirbæri og stendur enn vörð um arfleiðina sem tákn ævintýra, torfæruaksturs og mannúðar.


Þetta var hægt vegna þessa að frammúrskarandi afköst voru í hávegum höfð í hönnunarferlinu. Það á enn við í dag. Hver útgáfa hefur sett markið hærra og sett viðmið sem aðrir eiga erfitt með að fylgja.


Lengra hjólhaf gerði upprunalegu útgáfuna notendavænni og bætt var við pallbílum og Station Wagon útgáfum.Station Wagon kom með hinum frægu „alpine lights“ gluggum á hliðum þaksins sem hleyptu meira ljósi inn í bílinn og bættu sýn á þröngum fjallvegum.


Vélarnar urðu öflugri og skilvirkari en bíllinn var áfram fyrst og fremst hagnýtt farartæki. Fyrsti aukabúnaðurinn sem bauð upp á þægindi innihélt lítið annað en þak- og hurðarfóðringar. Einn eiginleiki hefur þó staðist tímans tönn – enn í dag er hægt að fá Defender með endingargóðum og auðhreinsanlegum gúmmímottum.

Defender lagður í eyðimörk

Á fyrsta áratugnum var 70 prósent framleiðslunnar flutt út til 150 landa. Enginn bíll hafði áður skilið eftir sig jafn mörg dekkjaför víðs vegar um heiminn. Fyrir ótal marga um allan heim var þetta jafnvel fyrsti bíllinn sem þeir sáu á ævi sinni.


Herútgáfur voru hluti af útgáfum í boði og innblástur að nafni Defender sem síðar var notað á allar útfærslur bílsins. Borgarútgáfur bílsins sinntu líka mikilvægum hlutverkum m.a. Sem dráttarbílar og sjúkrabílar.


Defender hefur í gegnum tíðina tekið þátt í kappakstri, þá er honum breytt í öflugan keppnisbíl af mótorsport sérfræðingunum hjá Bowler.


Þessi einstaki 4x4 varð sífellt eftirsóttari. Series II frá 1958 bjó yfir meiri útlitsþokka og kynnti til sögunnar línuna á hliðum bílsins sem enn einkennir Defender í dag.

Defender Classic útgáfur í sýningarsal

Slíkt aðdráttarafl kom bílnum á hina glæsilegustu staði. Á sjöunda áratugnum voru stórstjörnur á borð við Marylin Monroe, Steve McQueen og Paul McCartney ljósmyndaðar með þessu sigursæla meistaraverki Wilks-bræðra.


Nútíma þægindi komu fram með Series III frá 1971, nýjungar á borð við mýkt á mælaborði og staðsetning mælaborðs fyrir aftan nýtt stýri litu dagsins ljós. Þá varð einnig V8 vél í boði fyrir þá sem sóttust eftir betri afköstum.


County útgáfan frá 1980 var enn ein sönnun þess að þessi 4x4 var meir en bara vinnutæki. Hún skar sig úr með nýjum litum og límmiðum að utan og bauð í fyrsta sinn upp á tauáklæði á sætum.


Ári síðar komu Ninety og One Ten úgáfurnar með framhlið sem hélt sama útliti allt til loka framleiðslu á hinum klassíska Defender. Þær komu einnig með túrbódísilvél, endurbættri innréttingu og auknum þægindum og nýrri fjöðrun.


Defender nafnið var kynnt árið 1990 og endurspeglaði fullkomlega hvernig viðskiptavinir um allan heim upplifðu þennan einstaka bíl: Traustur, áreiðanlegur, sterkur og útsjónasamur. Hannaður til að takast á við veginn.

Defender untanvega, grár/stormasamt veður

Í dag heldur Defender þessari arfleifð áfram. Ökutæki á heimsmælikvarða. Öflugasti og harðgerðasti Defender sem smíðaður hefur verið, óstöðvandi og sker sig úr fjöldanum.


Í boði með 90, 110 og 130 yfirbyggingum með allt að átta sæti, hver og einn með sinn einstaka karakter. Defender Hard Top kemur í 90 og 110 útfærslum sem bjóða upp á mikla burðargetu.


Öll ökutæki voru prófuð við erfiðustu aðstæður, allt frá heimskautasvæðum til eyðimarka. Yfirbyggingin á þeim öllum er þrisvar sinnu sterkari en hjá keppinautum í 4x4 flokki.


Ending og sjálfbærni eru órjúfanlegur hluti af sýn Defender á nútímalegan lúxus. Defender 110 er í boði sem tengiltvinnbíll.


Í anda hetjulegs og persónutöfrandi eiginleikahledur Defender áfram að styðja mannúðar- og náttúruverndarstarf með Alþjóðasambandi Rauða krossins, Red Crescent Societies og Tusk Trust.


Defender hefur spilað hlutverk í Lego og þannig veitt nýrri kynslóð um allan heim innblástur til að verða hetjur samtímans. Hann hefur einnig tekið að séð hlutverk í kvikmyndum.


James Bond aðdáendur afa séð Defender 110 SVX Double Cab í SPECTRE, smíðaður til að elta 007 niður Alpafjall. En það var Defender nútímans sem stóð frammi fyrir erfiðustu áskorununinni. Sérfræðingar í áhættuatriðum ýttu heilum flota af 110 bílum út á ystu mörk í gríðarlega erfiðum akstursskilyrðum. No Time To Die25. kvikmynd Bond, þar sem glæsilegur bílaeltingarleikur var settur á svið.


Það var viðeigandi hlutverk fyrir ökutæki sem er nú orðið vörumerki út af fyrir sig. Defender horfir til rafmagnsvæddrar framtíðar en er áfram það sem hann hefur verið frá 1948 – tákn frelsis.

FLEIRI DEFENDER SÖGUR

styður sjálfsöruggar konur

KONUR SEM FAGNA ÞVÍ ÓMÖGULEGA

Við fögnum djarfhuga konum sem setja ný viðmið á hverjum degi með Defender.
Kona er á leið í ferðalag með Defender

HAFMEYJUR HAFSINS

Ljósmyndarinn Megan Hemsworth fer út fyrir þægindaramman til að fanga fegurð hættulegustu hafsins.
Rauði krossinn

Mannúðarstuðningsaðilar síðan 1954

Styrkir samfélög og eflir viðbúnað og seiglu víðsvegar um heiminn með Rauða krossinum á Bretlansdeyjum.

SKOÐA DEFENDER

Lagður bíll í eyðimörkinni

DEFENDER 130

Besta rýmið í sínum flokki með sæti fyrir allt að átta farþega og þriðju sætaröð.
Hliðarsýn af kyrrstæðum bíl í grænu umhverfi

DEFENDER 110

Bætt rými með sjö sætum og val um þriðju sætaröð.
Lagður bíll frá hlið

DEFENDER 90

Veldu um fimm eða sex sæti
Defender frá hlið

DEFENDER HARDTOP

Fáanlegur með fimm, sex eða jafnvel sjö sætum með tveimur mismunandi yfirbyggingum.