DÍSILÚTBLÁSTURSVÖKVI / ADBLUE®

DÍSILÚTBLÁSTURSVÖKVI / ADBLUE®

EURO 6, DÍSILVÉLAR OG SCR-KERFI: ÞAÐ SEM ÞÚ ÞARFT AÐ VITA

HVAÐ ER DÍSILÚTBLÁSTURSVÖKVI / AdBlue®?

Dísilútblástursvökvi (DEF), einnig þekktur sem AdBlue®, er litlaus, lyktarlaus og óeldfimur vökvi sem er ekki eitraður. Hann er geymdur í sérstökum geymi í bílnum þaðan sem honum er sprautað inn í útblásturskerfið til að hreinsa útblástur. SCR-tækni er notuð í öllum dísilbílum frá Land Rover af árgerð 2016. Hún gerir Land Rover kleift að uppfylla kröfur EU6-útblásturslöggjafarinnar með því að draga úr magni köfnunarefnisoxíðs (NOx) frá útblásturskerfinu um allt að 90%. Auk nýrrar kynslóðar hvarfakúts krefst SCR-tæknin notkunar DEF-vökva.

HVERNIG VEIT ÉG HVORT LÍTIÐ ER EFTIR AF DEF-VÖKVA/AdBlue®?

1. Fyrstu skilaboðin upplýsa ökumanninn um að staðan í DEF-geyminum hafi lækkað og áfylling sé ráðleg.
2. Öðrum skilaboðunum fylgir GULT viðvörunartákn og fram kemur að fylla þurfi á DEF-geyminn.
3. Með þriðju skilaboðunum er byrjað að telja niður þá vegalengd sem eftir er þangað til DEF-geymirinn tæmist. Eftir það verður ekki hægt að gangsetja bílinn.
4. Síðustu skilaboðunum fylgir RAUTT viðvörunartákn og það birtist þegar framangreind vegalengd er komin niður í núll. Fram kemur að ekki verði hægt að gangsetja bílinn aftur fyrr en fyllt hefur verið á DEF-geyminn.

HVERNIG VEIT ÉG HVORT LÍTIÐ ER EFTIR AF DEF-VÖKVA/ADBLUE®?
STAÐSETNING AdBlue®-GEYMISINS

STAÐSETNING AdBlue®-GEYMISINS

RANGE ROVER

Áfyllingarlok AdBlue®-geymisins er undir vélarhlífinni hægra megin. Frekari upplýsingar má finna í handbókinni.

ALGENGAR SPURNINGAR

OPEN ALL
HVERNIG ATHUGA ÉG STÖÐU DEF-VÖKVA/ AdBlue®?
HVERSU OFT ÞARF ÉG AÐ FYLLA Á DEF-VÖKVANN/AdBlue®?
HVAÐ GERIST EF DEF-VÖKVINN/AdBlue® KLÁRAST?
GET ÉG FYLLT Á DEF-GEYMINN?
ER DEF-VÖKVI/AdBlue® HÆTTULEGUR?
HVERNIG Á ÉG AÐ GEYMA DEF-VÖKVANN/AdBlue®?

HVAÐ ER EURO 6?

Euro 6 er hluti af Evrópulöggjöf sem hefur það að markmiði að gera bíla umhverfisvænni með því að takmarka útblástursefni frá þeim. Löggjöfin takmarkar hversu mikið köfnunarefnisoxíð (NOx) og vetniskolefnagas ökutæki má losa á hvern kílómetra.


Mismunandi takmarkanir gilda um bensín- og dísilbíla samkvæmt nýju Euro 6-löggjöfinni. Í dísilbílum hefur leyft magn NOx-útblásturs verið minnkað niður í 80 mg/km (úr 180 mg/km) og leyft magn vetniskolefna í útblæstri hefur verið minnkað niður í 170 mg/km (úr 230 mg/km). Leyft magn NOx-útblásturs í bensínbílum er áfram 60 mg/km og leyft magn vetniskolefna í útblæstri er áfram 100 mg/km.


Land Rover ber, líkt og öðrum bílaframleiðendum, lagaleg skylda til að fylgja þessum reglugerðum frá og með eftirfarandi dagsetningum:


Frá 1. janúar 2015 verða allir nýir bílar á markaði að uppfylla staðla Euro 6. Þetta tekur til allra nýrra gerða á markaðinum, til dæmis: Discovery Sport. Bílar sem eru þegar komnir í sölu verða að vera í samræmi við Euro 6 frá og með 1. september 2015 en:
Bíla sem þegar eru komnir í sölu og voru smíðaðir hjá og afhentir frá framleiðanda fyrir 1. júní 2015 má halda áfram að selja til 1. september 2016. Framleiðandinn verður hins vegar að sækja um undanþágu í slíkum tilvikum.


Söluaðili Land Rover veitir allar nánari upplýsingar um AdBlue® og þær má einnig finna í eigandahandbókinni.

*Þegar lítið er eftir af AdBlue® birtist tilkynning í skilaboðamiðstöðinni. Fylltu á AdBlue®-geyminn eins fljótt og auðið er. Hafa má samband við söluaðila Jaguar/Land Rover eða viðurkennt verkstæði til að bóka AdBlue®-áfyllingu. Ef með þarf er hægt að fylla á AdBlue® með því að nota áfyllingarflöskur með lekavörn sem hægt er að kaupa hjá söluaðila Jaguar/Land Rover eða viðurkenndu verkstæði. Meðalnotkun AdBlue® er 800 km á lítrann. Notkunin getur hins vegar verið mjög breytileg eftir aksturslagi, veðri og ástandi vegar.


AdBlue® er skráð vörumerki Verband der Automobilindustrie e. V. (VDA)