REGLUBUNDIÐ EFTIRLIT

Net viðurkenndra þjónustuaðila eru grunnur að góðri þjónustu við viðgerðir og reglubundið eftirlit. Sérþjálfaðir tæknimenn eru til staðar á viðurkenndum verkstæðum Land Rover. Tæknimennirnir hafa aðgang að neti upplýsinga ásamt tölvugögnum sem hjálpa þeim að komast að kjarna málsins eins fljótt og auðið er.


Reglubundið þjónustueftirlit á að fara fram samkvæmt eftirfarandi töflum (hvort sem kemur fyrr).


Defender Discovery 4 og Discovery 5 Range Rover Sport Range Rover Range Rover Evoque Discovery Sport
Á 12 mánaða fresti eða 15.000km Á 12 mánaða fresti eða 15.000km Á 12 mánaða fresti eða 15.000km Á 12 mánaða fresti eða 15.000km Á 12 mánaða fresti eða 15.000km Á 12 mánaða fresti eða 15.000km




VIÐURKENND ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI:


Viðurkennt þjónustuverkstæði hefur meiri reynslu, þekkingargrunn og möguleika til úrlausna en hefðbundin verkstæði. Auk þess hafa þau nýjustu tæki og tölvur til úrlausnar á vandamálum sem upp kunna að koma með bíla.
Með sérhæfðum tæknimönnum gefst viðskiptavinum kostur á að nýta sér þá þekkingu sem er til staðar og njóta þessi öryggis sem það býður upp á. Í þessum kafla verður leitast við að útskýra nánar það sem í boði er fyrir einstaka hluta þjónustunnar.


Ábyrgð



Öll verk sem framkvæmd eru af viðurkenndum þjónustuaðila eru í ábyrgð eins og ábyrgð bílsins segir til um enda er viðgerð framkvæmd innan ábyrgðartímans. Varahlutir eru í ábyrgð samkvæmt ábyrgð sem sérstaklega gildir um original varahluti.


Notkun original vara- og aukahluta



Original vara- og aukahlutir eru framleiddir á sama hátt og eftir sömu gæðastöðlum og hlutir sem notaðir eru til framleiðslu á bílunum. Þeim fylgir ábyrgð frá framleiðanda.


Skráð þjónustusaga



Regluleg þjónusta hjá viðurkenndum þjónustuaðila er skjalfest í þjónustubók bílsins og einnig í tölvukerfi þjónustuaðila. Traust þjónustusaga tryggir hærra endursöluverð. ATHUGIÐ: Bílar sem eru afhentir eftir eftir 17. mars 2014 eru með rafræna þjónustbók (sjá undir rafræn þjónustubók)


Rafrænn varahluta bæklingur



Viðurkenndir þjónustuaðilar Land Rover hafa aðgang að rafrænum varahlutabæklingum sem uppfærðir eru daglega. Með rafrænum varahlutatengslum og þar að auki bílnúmeratengingu sem tengir kerfið við bílinn þinn minnka líkur á röngum varahlutapöntunum.


Varahlutalager



Þegar varahlutapantanir eru gerðar leitar kerfið eftir næsta mögulegum varahlutalager sem kann að hafa á lager það sem beðið var um. Þetta tryggir traustara aðgengi og styttri biðtíma.


Bilanagreiningarkerfi



Land Rover bílar eru tæknilega fullkomnir og það kallar á tæknilegar úrlausnir sem eru til staðar hjá viðurkenndum þjónustuaðilum. Í Land Rover bílum eru móðurtölvur sem tengjast við bilanaleitartölvur og gera þannig sérþjálfuðum tæknimönnum kleift að leita að bilunum á skjótan hátt. Bilanaleitartölvan kemur síðan með tillögu um mögulega bilun og segir það að auki til um hvaða verkfæri skal nota til verksins. Ef flókið reynist að finna bilunina geta tæknimenn tengt bílinn við bilanaleit Land Rover höfuðstöðvanna sem hjálpar til við verkið.


Verkferlar og verkfæri eins og hjá framleiðanda



Verkferlar og verkfæri eru eins og hjá framleiðanda Með stuðningi frá framleiðanda er tryggt að notuð eru réttu verkfærin og réttu aðferðirnar við hvert verk. Traustir og þaulæfðir ferlar hjálpa viðgerðamönnum að ná árangri og ljúka við hvert verk þannig að sómi sé af.


Sérhæfðir tæknimenn



Land Rover veit að undirstaða góðrar og ábyggilegrar þjónustu er góð þekking og tæknileg kunnátta þegar kemur að viðgerðaþjónustu. Aðeins sérþjálfaðir viðgerðamenn sem hlotið hafa á þjálfun sem völ er á frá Land Rover eru færir um að veita slíka þjónustu. Beintengdur tölvuaðgangur þeirra að tækniúrlausnum Land Rover er síðan sá bakhjarl sem þeir hafa til að leysa af hendi flóknustu verkin.


Aðstaða viðskiptavina



Þegar þú kemur með Land Rover í viðgerð áttu kost á ýmsum lausnum sem gera þér lífið léttara við að missa bílinn í þjónustu. Skutlþjónustan okkar sér um að skutla þér til og frá vinnu eða heimili eða þú getur leigt bíl fyrir vægt gjald meðan á viðgerð stendur.