Þúsundir manna og þúsundir íhluta koma saman til að smíða hvern Defender. Deniz Yetkin heldur utan um allan ferilinn.


Deniz sér til þess að hvet verkefni innan Defender línunnar skili sér á réttum tíma, með réttum gæðum og innan kostnaðar. Hjá JLR kallast þetta yfirmaður ferlakeðju ökutækjaverkefna.


Þetta er stórt verkefni þar sem fólk í Bretlandi, Slóvakíu og Ungverjalandi vinnur saman að markmiðum í stefnumótun, hönnun, þróun og kynningarmálum. Og það er ekki allt, Deniz stýrir einnig fimm teymum sem einbeita sér að öryggi Defender, sætum, innréttingum, hurðum og gleri ásamt mælaborði og loftkælingu.

Yfirsýn að ofan af Defender
Hliðarsýn af ökumannssæti Defender

Deniz vinnur að endurhönnun hins tákræna 4x4 bíls á hverju einasta stigi. „Frá fyrstu hönnunarhugmyndum vinn ég náið með verkfræðiteyminu til að tryggja að varan sé nýstárleg en uppfylli jafnframt ströngustu gæðastaðla og áreiðanleika.


„Ég legg mitt af mörkum í nákvæmu verkfræðiferli þar sem hvert einasta smáatriði í hönnuninni er vandlega skoðað. Þetta felur í sér að fylgja eftir prófunum, leysa úr áskorunum sem koma upp og fínpússa hönnunina til að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til ökutækis eins og Defender.“


Að því loknu tekur við framleiðsla fyrir prófun og þar á eftir fer fjöldaframleiðsla í gang. En verkefnum Deniz lýkur ekki þar.


„Ég ber einnig ábyrgð á að stýra fjárhagsáætlunum, verkfærum, hönnunar- og þróunarkostnaði ásamt einingaverði hvers hlutar – allt til að tryggja heildarárangur og sjálfbærni hvers Defender verkefnis.“


Áður en hún hóf störf við Defender var hún verkefnastjóri fyrir gæðaeftirlit birgja og síðar gæðaeftirlitsstjóri í rafmagnsverkfræðum. Þar stýrði hún fjölbreyttu alþjóðlegu teymi sem vann að hugbúnaði, afþreyingar- og upplýsingakerfum, aðstoðarkerfum ökumanna og gæðum rafdreifikerfa.


Tíu ár hjá JLR hafa fært Deniz djúpa ást á Defender. „Þessi einstaka blanda lúxus og áreiðanleika á vel við mig. Að vinna að bíl sem sameinar ævintýri og traust er ekki bara starf heldur uppspretta mikillar ánægju.“

Defender í torfæruaðstæðum í eyðimörkinni

Eins og svo mikið af samstarfsfólki hennar afsannar hún þá hugmynd að þetta sé bíll hannaður af körlum fyrir karla.


Blandað eðli Defender í ævintýrum og lúxus talar beint til mín persónulega, því það fer langt fram úr hefbundnum kynjahlutverkum.


„Hlutverk mitt í þróunarferlinu tryggir að Defender endurspegli ólíkar óskir og þarfir – þar á meðal kvenna sem kunna að meta bæði ævintýrin og fágaðan akstur.“


Eitt dæmi sem Deniz nefnir er Auto Access Ride Height eiginleikinn, hannaður til að auðvelda fólki að komast inn og út úr Defender. „Mér þykir sérstaklega vænt um þann eiginleika sem kona”.


„Ég er staðráðin í að skapa vörur sem höfða til breiðs hóps fólks og þessi hönnunarhugsun, sem tekur mið af ólíkum þörfum, sýnir vel þá einlægni Defender teymisins þegar kemur að fjölbreytileika og aðgengi.“

FLEIRI DEFENDER SÖGUR

styður sjálfsöruggar konur

KONUR SEM FAGNA ÞVÍ ÓMÖGULEGA

Fögnum djörfum konum sem takast á við hið ómögulega með Defender.
Mynd af Emma Kowalczuk

FULLKOMIÐ SAMSPIL

Sem yfirmaður Rafsegulsfræðisteymisins leiðir Emma teymi verkfræðinga sem nota tölvulíkön til að tryggja að þráðlaus tækni virki í fullkomnu samspili.
Mynd af Ceri Bateman

MÓTAR FRAMTÍÐINA

Ceri tengir einkennandi útlit Defender við frammistöðu hans og endingu. Áhrif hennar má sjá í fallega hönnuðum framljósunum.

SKOÐA DEFENDER

Lagður bíll í eyðimörkinni

DEFENDER 130

Besta rýmið í sínum flokki með sæti fyrir allt að átta farþega og þriðju sætaröð.
Hliðarsýn af kyrrstæðum bíl í grænu umhverfi

DEFENDER 110

Bætt rými með sjö sætum og val um þriðju sætaröð.
Lagður bíll frá hlið

DEFENDER 90

Veldu um fimm eða sex sæti
Defender frá hlið

DEFENDER HARDTOP

Fáanlegur með fimm, sex eða jafnvel sjö sætum með tveimur mismunandi yfirbyggingum.