Alltaf þegar Defender eigendur hringja á ferðinni, hlusta á tónlist eða fylgja leiðsögn án truflana, má að hluta þakka Emmu Kowalczuk og teyminu hennar.



Flest okkar velta því aldrei fyrir sér hvernig allri þessari tækni tekst að virka saman. En Emma gerir það. Hún segir að lykilatriðið sé að finna bestu staðsetningu loftneta bílsins til að hámarka afköst. Og svo snýst þetta um rafsegul samhæfni – einfaldlega hæfnina til að láta mismunandi rafeindabúnað vinna sitt verk án þess að trufla hvorn annan. Þetta kallast tenging (e. coupling) og mikilvægt er að forðast hana.

Sem yfirmaður rafsegulfræða hjá JLR stýrir Emma teymi verkfræðinga sem nota tölvulíkön til að leysa eitt lykilverkefni. „Í grunninn snýst þetta um að koma rafmerkjum utan frá og inn til viðskiptavinarins, sem gæti verið að sækja hugbúnaðaruppfærslur eða streyma efni á ferðinni.“

Fólk gerir í auknum mæli ráð fyrir að bíllinn virki eins og snjallsími. Teymi Emmu skilur það vel. „Við viljum endurskapa þá tengingu og upplifun inni í bílnum. Það sem síminn þinn getur gert, það viljum við að bíllinn geti líka. Þess vegna skiptir miklu máli að huga til dæmis að því hvar loftnetin eru staðsett á bílnum. Það getur tryggt þér nánast sömu virkni og þú átt að venjast í símanum þínum.“

Geymslupláss fyrir tæki í Defender
Hleðsukerfi í Defender

Þessi virkni felur meðal annars í sér fjaruppfærslur. Verk Emmu hefur styrkt SOTA-tæknina (software-over-the-air) hjá JLR, sem gerir Defender eigendum kleift að fá uppfærslur án þess að þurfa að heimsækja söluaðila. Nýlega leiddi það til þess að Alexa raddstýring frá Amazon var sett upp – skemmtileg viðbót sem margir viðskiptavinir áttu eflaust ekki von á.


„Ég vona að viðskiptavinir finni það þægilegt að þetta hafi komið beint í bílinn í gegnum loftið, án þess að þeir þurfi að fara til söluaðila. Ef fólk þyrfti að mæta til söluaðila myndi það líklega líta á það sem talsverðan óþarfa tímaeyðslu.“


Loftnetið sem gerir þetta mögulegt er falið inni í litlu hólfi eins og uggi, staðsett á þaki Defender, nær skottinu – og það er góð ástæða fyrir því. Að tryggja að það virkaði fullkomlega var stórt framlag til verkefnisins í heild sinni.


„Ef við setjum loftnetið á slæman stað verður sambandið lélegt. Það væri hægt að fela það einhvers staðar í stuðuranum, en málmur gæti þá hindrað sambandið við farsímasenda og það er vandamál. Við setjum það upp á þakinu til að tryggja hámarks tengimöguleika.“

Smáatriði í mælaborði Defender

Til að skilja hvernig mismunandi rafsegulmerki hegða sér og hvernig þau kunna að hafa áhrif hvert annað bjuggu Emma og teymið hennar til myndir sem minna dálítið á bíla með ský í kringum sig. Þetta finnst henni skemmtilegt. „Það sem er svo gott við þetta er að þú getur í raun séð hvað rafsvið og segulsvið eru að gera. Margir kalla rafsegultengingar töfra vegna þess að stundum veistu ekki af hverju eitthvað virkar ekki. En með hermunum geturðu í alvöru séð hvar sviðin eru og hvar truflanir eða tengingar eiga sér stað. Það tekur töfrana úr þessu því þú getur séð það fyrir þér.“


Auk þess að eiga samskipti við umheiminn sendir Defender líka skilaboð á milli tæknibúnaðar bílsins. Teymið hefur unnið að ratsjárkerfinu fyrir aðlögunarhæfa hraðastillingu, skynjurum fyrir blindhornastillingu og eftirliti með dekkjaþrýstingi.


Emma, sem hóf störf hjá JLR árið 2015, var sú fyrsta innan fyrirtækisins til að vinna með rafsegulherma. Teymið hefur stækkað síðan og telur nú átta manns, þar af þrjár konur. „Ég er mjög stolt af teyminu fyrir allt það starf sem þau hafa unnið og þá þekkingu sem þau hafa byggt upp á þessu sviði.“


Þessi hæfni á rætur sínar að rekja til bernskulegrar ástríðu Emmu fyrir STEM-greinum (vísindum, tækni, verkfræði og stærðfræði). „Vísindi og stærðfræði hafa alltaf heillað mig og ég valdi þær greinar bæði í grunn- og framhaldsskóla. Ég hafði líka mikinn áhuga á rafeindum og þess vegna lagði ég rafmagnsverkfræði fyrir mig í háskóla. Ég tók síðan doktorsnám í þráðlausum samskiptum, svo þú sérð hvernig ég hef smám saman fókusað mig inn á þetta svið.“


Að námi loknu vann Emma hjá hugbúnaðarfyrirtæki áður en hún færði hæfni sína yfir í bílaiðnaðinn. Þar sem rafmagns- og rafeindatækni gegnir sífellt stærra hlutverki í nútímabílum ætti saga hennar að hvetja marga til að feta í hennar fótspor.

FLEIRI DEFENDER SÖGUR

styður sjálfsöruggar konur

KONUR SEM FAGNA ÞVÍ ÓMÖGULEGA

Fögnum djörfum konum sem takast á við hið ómögulega með Defender.
Mynd af Deniz Yetkin

HVERT SMÁATRIÐI SKIPTIR MÁLI

Sem yfirmaður ferlakeðju ökutækjaverkefna vinnur Deniz að Defender á hverju stigi til að tryggja að bíllinn sé framúrstefnulegur og uppfylli ströngustu gæðastaðla og áreiðanleika.
Mynd af Ceri Bateman

MÓTAR FRAMTÍÐINA

Ceri tengir einkennandi útlit Defender við frammistöðu hans og endingu. Áhrif hennar sjást glöggt í fallega hönnuðum framljósunum.

SKOÐA DEFENDER

Lagður bíll í eyðimörkinni

DEFENDER 130

Besta rýmið í sínum flokki með sæti fyrir allt að átta farþega og þriðju sætaröð.
Hliðarsýn af kyrrstæðum bíl í grænu umhverfi

DEFENDER 110

Bætt rými með sjö sætum og val um þriðju sætaröð.
Lagður bíll frá hlið

DEFENDER 90

Veldu um fimm eða sex sæti
Defender frá hlið

DEFENDER HARDTOP

Fáanlegur með fimm, sex eða jafnvel sjö sætum með tveimur mismunandi yfirbyggingum.