NÝR RANGE ROVER
FRAMSÆKIN NÝSKÖPUN

NÝR RANGE ROVER FRAMSÆKIN NÝSKÖPUN
Range Rover er þekkt fyrir framsækna nýsköpun og heldur áfram að leiða veginn þegar kemur að efni og gæðum.

HÖNNUN SEM STUÐLAR AÐ NÝJUNGUM

Nútímaleg hönnunarsýn okkar er byggð á nýjustu tækni og aðgengilegum tæknilausnum.

DESIGN ENABLING INNOVATION

Slétt leysigeislarafsoðin samskeyti og áferð á þaki skapa samfellda áferð í samhljómi við hönnunarstefnu okkar. Rennisléttir hlutar skapa gegnheila ásýnd og auka straumlínulögun. Rúnnaðir kantar hurða falla hnökralaust að glerinu þar sem miðlistinn er falinn. Stafræn LED-aðalljós Range Rover innhalda öflugan örgjörva og 1,2 milljónir smáspegla. Þau geta lýst upp 16 hluti samtímis og útilokað endurkast. Fyrstu afturljós sem eru hulin þar til þau eru notuð, eldrauð þegar þau kvikna en gljásvört þegar þau eru ekki í notkun.

FRIÐSÆLT AFDREP

Virk hljóðdeyfing og fáguð smíð úr blönduðum málmi skilar einu hljóðlátasta farþegarými sem er að finna á markaðnum í dag.

FRIÐSÆLT AFDREP

Næsta kynslóð virkrar hljóðdeyfingar útilokar óæskileg hljóð, titring og áreiti. Hún dregur úr áreiti á ökumann og farþega og stuðlar þannig að því að allir komast endurnærðir á áfangastað. Hljóðdeyfandi hátalarar í höfuðpúða, þeir fyrstu sinnar tegundar, skapa aðskilin hljóðlát svæði. Fjórir hröðunarmælar og hljóðnemar á ytra byrði Range Rover greina titring í felgum, hávaða frá hjólbörðum og vélarhljóð og nota þau gögn til að mynda hljóðdeyfandi tíðni sem spiluð er úr öllum 35 aðalhátölurum bílsins. Verkfræðilegar endurbætur skila 24 prósenta meiri hljóðdeyfingu, áður en virk hljóðdeyfing er notuð.

SNURÐULAUS SAMÞÆTTING

Nútímalegur lúxus krefst háþróaðra eiginleika sem eru samþættir á snurðulausan máta.

SNURÐULAUS SAMÞÆTTING

Háþróaðir eiginleikar – s.s. Amazon Alexa, fjartengd bílastæðaaðstoð1og Pivi Pro2 upplýsinga- og afþreyingarkerfi – eru samþættir, einfaldir í notkun og einstaklega gagnlegir. Þráðlausar uppfærslur tryggja síðan að Range Rover er alltaf búinn því nýjasta.

RAFMÖGNUÐ AFKÖST

Nýtt byggingarlag Range Rover býður upp á notkun sparneytinna aflrása á borð við tengiltvinnaflrás (PHEV) með auknu drægi. Range Rover-rafbíll kemur á markað 2024 og setur kraft í yfirfærslu okkar yfir í rafknúna framtíð.

RAFMÖGNUÐ AFKÖST

DAGLEGUR AKSTUR

75 PRÓSENT

113 km drægi á rafmagni, 75 prósent daglegs aksturs3 er hægt að aka á rafmagni.

DRÆGI Á RAFMAGNI (EV) (ALLT AÐ)

113 KM **

WLTP-prófun. Gert ráð fyrir allt að 88 km drægi við raunaðstæður.

LOSUN2  ÚTBLÁSTUR (FRÁ)

18 G/KM **

Enginn útblástur í EV-stillingu.

HLEÐSLUTÍMI Á HLEÐSLUSTÖÐ

<60 MINS

Hleðsla upp í 80 prósent á <60 mins with DC rapid charging4.

MLA-FLEX

MLA-Flex yfirbygging (Mixed-metal Modular Longitudinal Architecture) býður upp á fullkominn grunn fyrir þægindi og fágun.

MLA-FLEX
MLA-FLEX

Ný hönnun yfirbyggingar Range Rover tryggir jafnvægi á milli þyngdar, styrks og stífni. Nýja MLA-Flex yfirbyggingin er 50 prósent stífari og verkfræðilegar endurbætur tryggja 24 prósent meiri hljóðdeyfingu. Fyrsta flokks tækni, 260.000 prófanir í sýndarveruleika og 1,2 milljóna km akstur við prófanir á frumgerð tryggir sterkbyggðan og fágaðan Range Rover-bíl í klassagæðum.

SKOÐA NÁNAR

HELSTU ATRIÐI

HELSTU ATRIÐI

Range Rover sýnir fordæmi.
RANGE ROVER-GERÐIR

RANGE ROVER-GERÐIR

Skoðaðu alla línuna.
TÆKNILÝSING

TÆKNILÝSING

Skoðaðu staðreyndir og tölur.

**Skoða tölur úr WLTP-prófun.

Uppgefnar tölur eru fengnar úr opinberum prófunum hjá framleiðanda í samræmi við löggjöf Evrópusambandsins með fullhlaðinni rafhlöðu. Eingöngu til samanburðar. Raunveruleg notkun kann að sýna aðrar niðurstöður. LOSUN2sparneytni, orkunotkun og drægi geta verið mismunandi eftir t.d. aksturslagi, umhverfisaðstæðum, farmi, hjólabúnaði, aukahlutum, leiðinni sem ekin er og ástandi rafhlöðu. Tölur um drægi byggjast á fjöldaframleiddum bíl á staðlaðri leið.

1Kemur á markað um mitt ár 2022.

2Connected Navigation krefst áframhaldandi áskriftar eftir upphafstímabil sem tilgreint er af söluaðila Land Rover.

3Gerir ráð fyrir heimahleðslu eingöngu og byggt á nafnlausum eigendagögnum frá viðskiptavinum Range Rover.

4Hleðslutími ræðst af fjölda þátta, svo sem aldri, ástandi, hitastigi og fyrirliggjandi hleðslu rafhlöðu, hvernig hleðsla er notuð og lengd hleðslunnar.

Aukabúnaður og framboð hans geta verið háð tæknilýsingu bíls (gerð og aflrás) og verið misjöfn eftir markaðssvæðum eða kunna að krefjast uppsetningar á öðrum búnaði. Hafðu samband við söluaðila til að fá nánari upplýsingar eða útfærðu bílinn þinn á netinu.

Ökumenn ættu einungis að nota búnað í innanrými bílsins þegar það er öruggt. Ökumenn þurfa að tryggja að þeir hafi fulla stjórn á bílnum öllum stundum.

Eiginleikar og valkostir Pivi og InControl, þjónusta þriðju aðila og framboð þeirra er misjafnt eftir markaðssvæðum – upplýsingar um framboð og skilmála fást hjá næsta söluaðila Land Rover. Tiltekinn búnaður krefst viðeigandi SIM-korts með gagnaáskrift sem þarfnast áframhaldandi áskriftar eftir upphafstímabil frá söluaðila. Ekki er hægt að ábyrgjast tengingu við farsímakerfi á öllum svæðum. Upplýsingar og myndefni sem tengjast InControl-tækninni, þ.m.t. skjáir eða myndaraðir, eru háð hugbúnaðaruppfærslum, útgáfum og öðrum kerfisbreytingum eða breytingum á grafík og fara eftir þeim valkostum sem eru valdir. Amazon, Alexa og öll tengd merki eru vörumerki Amazon.com, Inc. eða hlutdeildarfélaga þess. Tiltekin virkni Alexa er háð snjalltækni. Notkun Amazon Alexa krefst Amazon-reiknings.