Defender Parked On The Roadside Charging Station

Í RAFMAGNIÐ MEÐ DEFENDER

TÁKNRÆNIR EIGINLEIKAR DEFENDER ENDURHUGSAÐIR

Í yfir sjö áratugi hefur Defender skorað á hið mögulega.


Í dag eru kraftmestu jepparnir okkar betrumbættir með rafmagni. Með aukinni fágun, viðbragðsflýti og afköstum.

Defender lagður við hleðslustöð

ELECTRIC HYBRID (PHEV)

Rafmagns hybrid Defender notar rafmótor knúinn af rafhlöðu ásamt bensínvél. Hægt er að hlaða hann heima eða á almenningshleðslustöðvum og aka í blönduðum akstri eða á rafmagni.
Baksýn af Defender á vegi

MILD HYBRID (MHEV)

Bensín- og dísilvél milda Defender vinna í fullkomnu jafnvægi með rafmótor. Endurheimt orku við hemlun fangar og umbreytir orkunni sem myndast við hemlun til að hámarka drægni rafhlöðunnar án þess að þurfa að stinga í samband til að hlaða

AÐ KEYRA RAFMAGNS HYBRID DEFENDER

Upplifðu einstakt afl og aukna skilvirkni.

Defender í Carprathain gráum lagður á borgarvegi

EV MODE

Fullkomið fyrir akstur í þéttbýli eða styttri ferðir. Veldu EV stillingu og njóttu næstum hljóðlauss aksturs með núll útblæstri.

AÐ HLAÐA RAFMAGNS HYBRID DEFENDER


Maður setur hleðslutengið í tengiltvinnbíl

HEIMA OG Á FERÐINNI

Hladdu heima með innstungu eða heimahleðslustöð. Eins einfalt og að stinga í samband eins og síma, þetta er þægilegasta og oft ódýrasta leiðin til að hlaða. Á ferðinni getur þú nýtt þér ört vaxandi net almenningshleðslustöðva og hraðhleðslu.
Defender heimahleðsla

VALINIR BIRGJAR FYRIR HEIMAHLEÐSLU

Heimahleðslustöð, sett upp af fagmanni, er fljótlegasta leiðin til að hlaða heima. Áður en þú kaupir Defender mun söluaðili hjálpa þér að athuga hvort eignin þín henti fyrir uppsetningu.

RAFMAGNAÐ AFL

Hafðu engar málamiðlanir

WLPT DRÆGNI (ALLT AÐ)

48KM††

RAUNDRÆGNI (ALLT AÐ)

39KM††

HEIMAHLEÐSLA (FRÁ)

2KLUKKUSTUNDIR 30 MÍNÚTUR
7kW AC hleðsla frá 0-100 prósent.

ALMENNINGSHLEÐSLA (FRÁ)

30MÍNÚTUM
50kW DC hraðhleðsla frá 10-80 prósent.
Defender lagður við hleðslustöð

CO2 ÚTBLÁSTUR

60G/KM††

BIK SKATTAHLUTFALL

12%*
Defender í akstri á fjallvegi

AÐ KEYRA MILD HYBRID DEFENDER

Aukin skilvirkni með snjallri hybrid tækni

Defender lagður við veg

ENDURHEIMT HEMLUNARORKU

Orkuendurheimtarkerfið fangar og umbreytir orkunni sem myndast við hemlun til að hámarka drægni rafhlöðunnar.

ÓUMDEILANLEGIR EIGINLEIKAR

Defender dregur dráttarbíl

DRÁTTUR

Framúrskarandi dráttargeta er hluti af DNA Defender, nú knúinn af rafmótorum okkar. Með tengiltvinnbíl geturðu dregið allt að 3.000 kg.1.
VAÐ

VAÐ

Keyrðu með öryggi í öllum aðstæðum með frammúrskarandi veghæð og vaðhæfni. Rafknúnir tengiltvinn Defender bílar hafa hámarks vaðdýpt allt að 900 mm. 2.

1Dráttur og vað hefur mikil áhrif á drægni.

2Athugaðu ávalt inn- og útgönguleið áður en þú keyrir í vatni.


††Skoða WLPT Tölur

Tölurnar sem gefnar eru upp eru byggðar á opinberum prófunum framleiðanda með fullhlaðna rafhlöðu samkvæmt löggjöf Evrópusambandsins. Rauntölur geta verið frábrugðnar. CO2eldsneytisnýting, orkunotkun og drægni geta verið breytileg samkvæmt þáttum eins og aksturslagi, umhverfisaðstæður, álagi, dekkjastærð, aukahlutum, leið á áfangastað og ástand rafhlöðu. Drægni er byggð á prófunum á framleiðslubíl á staðlaðri leið.


Hleðslutími er breytilegur eftir ýmsum þáttum, þar á meðal aldri, ástandi, hitastigi og núverandi hleðslu rafhlöðunnar; hleðsluaðstöðu og lengd hleðslunnar.

*BIK skattahlutfall er rétt á útgáfudegi. Háð skilyrðum og endurskoðun stjórnvalda.