Fyrir utan hámarks þægindi og sparnað með heimahleðslu getur hleðsla á áfangastað á réttum tímapunkti verið frábær leið til að auka drægni rafhlöðunnar yfir daginn.
Með ört vaxandi neti hleðslustöðva – þar á meðal í verslunarmiðstöðvum, líkamsræktarstöðvum, bílastæðum og jafnvel á vinnustaðnum – hafa aldrei verið fleiri tækifæri til að hlaða á meðan bílinn lagður. Og að finna þær allar hefur aldrei verið einfaldara.
Til að tengjast hleðslustöð notar ökutækið þitt Combined Charging System (CCS). Þetta kerfi er samhæft við hægari AC hleðsluhraða og, í sumum gerðum, hraðhleðslu DC. Sumir aðrir bílaframleiðendur nota mismunandi hleðslukerfi, eins og CHAdeMO, sem eru ekki samhæfð Range Rover rafbílum.
Hægari AC hleðslustöðvar eru á stöðum eins og verslunarmiðstöðvum, líkamsræktarstöðvum og bílastæðum. DC Hraðhleðslustöðvar eru venjulega staðsettar við hraðbrautir og aðalvegi.
1InControl eiginleikar, valkostir og framboð eru háð markaðssvæðum – hafðu samband við söluaðila til að fá upplýsingar um framboð á þínu svæði og fulla skilmála. Ákveðnir eiginleikar krefjast viðeigandi SIM-korts með gagnasamningi, sem þarf að endurnýja eftir upphafstímabil samkvæmt ráðleggingum söluaðila. Ekki er hægt að tryggja farsímatengingu á öllum stöðum.
2Hleðslukapall fyrir rafbíla er aðeins fáanlegur á völdum mörkuðum. Hafðu samband við þinn söluaðila.