HLEÐSLA RAFBÍLA OG TENGILTVINNBÍLA (PHEV)

HLEÐSLA RAFBÍLA OG TENGILTVINNBÍLA (PHEV)

HEIMA ER BEST

Við mælum með því að hleðslan fari að mestu leyti fram heima við þar sem hún er yfirleitt ódýrasta og hentugasta leiðin til að hlaða – eins auðvelt og að stinga símanum í samband.

FLÝTTU FYRIR ÞÉR MEÐ HEIMAHLEÐSLUSTÖÐ

FLÝTTU FYRIR ÞÉR MEÐ HEIMAHLEÐSLUSTÖÐ

Fljótlegasta leiðin til að hlaða heima við er í gegnum heimahleðslustöð. Söluaðili á þínu svæði getur hjálpað þér að finna þjónustuaðila fyrir heimahleðslustöðvar sem mælt er með.
ÖRUGG HLEÐSLA HVERNIG SEM VIÐRAR

ÖRUGG HLEÐSLA HVERNIG SEM VIÐRAR

Þær heimahleðslustöðvar sem við mælum með má nota í hvaða veðri sem er. Hvort sem sólin skín eða regnið grætur er allt klárt fyrir akstur á rafmagni.

KYNNTU ÞÉR HLEÐSLU Á HLEÐSLUSTÖÐVUM

Það er bæði ótrúlega hentugt að stinga bílnum í samband og svo er það ódýrara en rekstur bensín- eða dísilbíla. Yfirleitt spararðu einnig meira á því að hlaða bílinn heima frekar en á almennum hleðslustöðvum. Með því að nýta þér lægri kostnað á raforku utan álagstíma geturðu dregið enn meira úr rekstrarkostnaði.
KYNNTU ÞÉR HLEÐSLU Á HLEÐSLUSTÖÐVUM

HLAÐIÐ AÐ HEIMAN

FYLLTU Á RAFMAGNIÐ Í NÆSTA STOPPI

Stöðug fjölgun hleðslustöðva gerir það auk þess að verkum að nú er orðið auðveldara en nokkru sinni fyrr að hlaða rafmagns hybrid fjarri heimilinu.

Víða má finna hleðslustöðvar á almenningsbílastæðum, verslunarmiðstöðum og þjóðvegasjoppum sem auðvelda rafmagnshleðslu á meðan bíllinn er lagður í stæði. Á meðan þú ert í vinnunni getur hleðsla fyrir vinnustaði séð um að fullhlaða bílinn þinn fyrir hádegi.

Á flestum almennum hleðslustöðvum er gert ráð fyrir því að fólk noti sína eigin hleðslusnúru. Hún er staðalbúnaður í Land Rover-rafmagns hybrid þínum. Líkt og heimahleðslustöðina má nota snúruna sama hvernig viðrar.
FYLLTU Á RAFMAGNIÐ Í NÆSTA STOPPI

FYLGSTU MEÐ FRAMVINDU HLEÐSLUNNAR HVAÐAN SEM ER

FYLGSTU MEÐ OG STJÓRNAÐU BÍLNUM MEÐ SÍMANUM

Þú þarft einungis að stinga hleðslusnúrunni í samband og InControl-forrit bílsins1 sendir þér hleðslustöðuna í símann. Hvar sem þú ert geturðu skipulagt tíma þinn á sem hagkvæmastan hátt og haldið þínu striki að hleðslu lokinni.

Heima er hægt að nota tímasetta hleðslueiginleika forritsins til að skrá inn tímaglugga utan álagstíma og nýta þannig lægri raforkugjöld sem margir söluaðilar raforku bjóða.
FYLGSTU MEÐ OG STJÓRNAÐU BÍLNUM MEÐ SÍMANUM

Hleðslutími

Hleðslutölur fyrir hraðhleðslustöðvar með jafnstraumi – sem alla jafna eru á bensínstöðvum við hraðbrautir og aðalvegi – eru allt að 80%. Þetta stafar af því að verulega dregur úr hleðsluhraða þegar hleðsla nær 80% til að vernda rafhlöðuna og hámarka líftíma hennar.

Ökutæki Heimahleðsla og hleðsla á hleðslustöðvum með riðstraumi (7kW) 0–100% Hraðhleðsla með jafnstraumi  0–80% Jafnstraumshleðsla (hámark)
Range Rover Electricað reikna útað reikna út350kW
Nýr Range Rover-rafmagns hybrid Eftir um 5 klst.2 Eftir um 40 mín.2 43kW
Nýr Range Rover Sport-rafmagns hybrid Eftir um 5 klst.2 Eftir um 40 mín.2 43kW
Range Rover Velar-rafmagns hybrid Eftir um 2 klst. og 16 mín.2 Um 30 mín.2 35kW
Range Rover Evoque-rafmagns hybrid Eftir um 2 klst. og 12 mín.2 Um 30 mín.2 32kW
Discovery Sport-rafmagns hybrid Eftir um 2 klst. og 12 mín.2 Um 30 mín.2 32kW
Defender-rafmagns hybrid Eftir um 2 klst. og 30 mín.2 Um 30 mín.2 40kW

AUKIN ÖRYGGISTILFINNING MEÐ HEIMILISINNSTUNGUM

Ef þú ert að heiman í lengri tíma og hefur ekki aðgang að heimahleðslustöð er einnig hægt að nota hefðbundna heimilisinnstungu fyrir raftæki til að hlaða bílinn. Klukkutímahleðsla skilar allt að 9 km drægi.

Hægt er að kaupa sérsnúru af gerð 2 til að hlaða bílinn í gegnum heimilisinnstungu.3
AUKIN ÖRYGGISTILFINNING MEÐ HEIMILISINNSTUNGUM

HALTU ÁFRAM AÐ KYNNA ÞÉR RAFBÍLA OG TENGILTVINNBÍLA

UPPSETNING HEIMAHLEÐSLUSTÖÐVAR

UPPSETNING HEIMAHLEÐSLUSTÖÐVAR

Heimahleðslustöð sem fagaðili setur upp er einfaldasta, hentugasta og hagkvæmasta leiðin til að hefja hvern dag með fulla hleðslu á bílnum.
HLEÐSLA RAFBÍLS Á HLEÐSLUSTÖÐ

HLEÐSLA RAFBÍLS Á HLEÐSLUSTÖÐ

Almennar hleðslustöðvar eru frábær leið til að fylla á hleðsluna fjarri heimilinu. Kynntu þér hvernig þú hleður og greiðir fyrir hleðslu á almennri hleðslustöð.

1Búnaður og valkostir InControl og framboð er misjafnt eftir markaðssvæðum – upplýsingar um framboð og skilmála fást hjá næsta söluaðila. Tiltekinn búnaður krefst viðeigandi SIM-korts með gagnaáskrift sem þarfnast áframhaldandi áskriftar eftir upphafstímabil frá söluaðila. Ekki er hægt að tryggja þráðlausa tengingu á öllum svæðum.

2Uppgefnar tölur eru fengnar úr opinberum prófunum framleiðanda í samræmi við löggjöf Evrópusambandsins. Eingöngu til samanburðar. Raunveruleg notkun kann að sýna aðrar niðurstöður. LOSUN2 og sparneytni geta verið breytilegar eftir t.d. aksturslagi, umhverfisaðstæðum, farmi, hjólabúnaði og uppsettum aukabúnaði.

3Snúrur fyrir rafbíla eru aðeins fáanlegar á sumum markaðssvæðum. Hafðu samband við umboð á þínu svæði.