Við mælum með hleðslu að mestu leyti heima þar sem það er yfirleitt ódýrasta og þægilegasta leiðin til að hlaða - eins einfalt og að stinga símanum í samband.
Með vaxandi hleðsluinnviðum eru nú fleiri staðir í boði en nokkru sinni fyrr til að hlaða rafbíla á þægilegan máta utan heimilis.
Finndu almenningshleðslustöð utan heimilis með neti hleðslustöðva og aðgangi að Tesla Supercharger kerfinu.1.
Flestar hleðslustöðvar á áfangastöðum krefjast þess að þú notir þinn eigin hleðslukapal. Hann fylgir með bílnum þínum sem staðalbúnaður. Eins og heima, er hægt að nota hann í öllum veðuraðstæðum.
Þegar þú hefur einfaldlega stungið í samband og gengið í burtu, sendir InControl appið1 í Range Rover hleðslustöðuna á símann þinn. Þannig geturðu, hvar sem þú ert, skipulagt tímann þinn á skilvirkan hátt og verið tilbúinn til að halda áfram án tafar.
Heima geturðu notað tímastillta hleðslueiginleikann í appinu til að tímasetja hleðslu á þeim tíma dags þegar rafmagn er ódýrara, þar sem margir orkuveitendur bjóða lægri taxta fyrir rafbíla utan háannatíma.
Tölur okkar fyrir hraðhleðslustöðvar (DC) – sem eru venjulega staðsettar á þjónustustöðvum við hraðbrautir og aðalvegi – eru gefnar upp að 80 prósentum. Þetta er vegna þess að hleðsluhraðinn minnkar verulega yfir 80 prósent til að vernda rafhlöðuna og hámarka líftíma hennar.
Ökutæki | AC heima og almenningshleðsla (7kW) 0 - 100% | DC hraðhleðsla 0 - 80% | DC hleðsla (hámark) |
Range Rover Rafmagns Hybrid | Frá 5 klukktustundum2 | Undir klukkustund2 | 43kW |
Range Rover Sport Rafmagns Hybrid | Frá 5 klukktustundum2 | Frá klukkustund2 | 43kW |
Range Rover Velar Rafmagns Hybrid | Frá 2 klukkustundum og 30 mínútum2 | Frá 30 mínútum2 | 35kW |
Range Rover Evoque Rafmagns Hybrid | Frá 2 klukkustundum og 30 mínútum2 | Frá 30 mínútum2 | 325kW |
Ef þú ert í burtu í lengri tíma og heimahleðslustöð er ekki tiltæk, mun venjuleg heimainnstunga, notuð fyrir heimilistæki, einnig hlaða ökutækið þitt.
Til að hlaða ökutækið þitt með heimainnstungu er valfrjáls Mode 2 hleðslukapall fáanlegur.
1Einingis fáanlegt á völdum mörkuðum.
2InControl eiginleikar, valkostir og framboð eru háð markaðssvæðum - hafðu samband við söluaðila til að fá upplýsingar um framboð á þínu svæði og skilmála. Ákveðnir eiginleikar krefjast viðeigandi SIM-korts með gagnasamningi sem þarf að endurnýja eftir upphafstímabil samkvæmt ráðleggingum söluaðila. Ekki er hægt að tryggja farsímatengingu á öllum stöðum.
3Hleðslutími er breytilegur eftir mörgum þáttum, þar á meðal aldri, ástandi, hitastigi og núverandi hleðslu rafhlöðunnar; hleðsluaðstöðu og lengd hleðslunnar.