SKOÐA DEFENDER

SKOÐA DEFENDER
Defender L663 90 22MY
SMELLTU TIL AÐ HREYFA

AFGERANDI HÖNNUN

Nútímaleg og falleg hlutföll. Fágaðir fletir. Vélarhlíf með lyftingu, mótað grill og fallegar skreytingar.
HANNAÐU ÞINN EIGIN
Range Rover Defender interior

NÚTÍMALEGUR OG ENDINGARGÓÐUR

Sérfræðiþekking á endingu og virkni. Innanrýmið er klætt endingargóðu Powdercoat til að tryggja að bíllinn sé jafnslitsterkur að innan og utan.
HANNAÐU ÞINN EIGIN

ENDURHÖNNUÐ KLASSÍK

DEFENDER 130 OUTBOUND

Fullkomin blanda akstursgetu og þæginda. Farðu lengra og kannaðu meira með pláss til að hvílast, sofa og geyma allt sem þú þarft að hafa meðferðis.
HANNAÐU ÞINN EIGIN

STERKBYGGÐUR OG ÁREIÐANLEGUR

ÞAULPRÓFAÐUR

Létt, sjálfberandi yfirbyggingin er vandlega hönnuð og þaulprófuð um allan heim, og hefur farið í gegnum 73.000 prófanir á alls 3,9 milljón kílómetrum. Þetta er sterkasti Defender-bíllinn sem við höfum framleitt.

FARANGUR

Engar málamiðlanir. Hreyfanlegur farmur í Defender má vera allt að 168 kg**. Kyrrstæður farmur í Defender má svo vera allt að 300 kg** sem gerir þér kleift að njóta ævintýrisins til fulls. Ef þú ákveður svo að gista notarðu einfaldlega þaktjaldið.

PIVI PRO

Vertu með á nótunum með verðlaunaða Pivi Pro3-upplýsinga- og afþreyingarkerfinu okkar. Hafðu stjórn á hlutunum á 11,4 tommu snertiskjánum í miðjunni sem skapar stílhreint og fágað mælaborð með hugvitssamlegri stýringu á hljóðstyrk, hita- og loftstýringu og sætisstillingu.
MÖGNUÐ HLJÓÐUPPLIFUN

MÖGNUÐ HLJÓÐUPPLIFUN

Hlustaðu á tónlist á þinn hátt með 700 W MeridianTM Surround-hljóðkerfinu. 14 hátalarar og tveggja rása bassahátalari skila kristaltærum háum tónum og drynjandi bassa um allt farþegarýmið.
NETTENGD ÞÆGINDI

NETTENGD ÞÆGINDI

Nettengingarpakkinn fylgir þér í ævintýrin4 með nettengingu og aðgangi að forritum á borð við Amazon Alexa og Spotify, á meðan þráðlaus SOTA-tækni heldur bílnum uppfærðum.
ÓHINDRAÐ ÚTSÝNI

ÓHINDRAÐ ÚTSÝNI

Fylgstu með veginum fyrir aftan þig með ClearSight-baksýnisspeglinum5. Hvort sem þú ert með skottið fullt eða hávaxna farþega í aftursætunum tryggir baksýnisspegillinn með mynd í rauntíma þér ávallt gott útsýni.
AKSTURSAÐSTOÐ

AKSTURSAÐSTOÐ

Veldu úr fjölbreyttum búnaði sem er hannaður til að gera þér bæði auðveldara að aka og leggja. Margs konar framsæknar tæknilausnir standa þér til boða til að bæta akstursupplifun þína.

AFL OG AFKASTAGETA

DEFENDER TENGILTVINNBÍLL

Defender-tengiltvinnbíllinn (PHEV) gerir engar málamiðlanir. Hann býður upp á 51 km drægi á rafmagni sem er vottað í WLTP-prófun**. Með allt að 43 km drægi á rafmagni við raunverulegar aðstæður. Þetta veitir allt að 697 km heildardrægi við raunverulegar aðstæður**. Hraðhleðsla með jafnstraumi frá 0 til 80 prósent á 30 mínútum er einnig möguleg.

TÆKNILÝSING HYBRID-RAFBÍLA

DRÆGI Á RAFMAGNI (ALLT AÐ)**

51 KM

Áætlað drægi við raunaðstæður samkvæmt WLTP-prófun er allt að 43 km.

0–100 KM/KLST.

5,6 SEKÚNDUM

0–60 mílur/klst. á 5,4 sekúndum.

HLEÐSLA Á HLEÐSLUSTÖÐVUM (FRÁ)

0,5 KLUKKUSTUNDUM

Hraðhleðsla með jafnstraumi frá 0 til 80 prósent á um 30 mínútum.

DRÁTTARGETA (ALLT AÐ)

3.000 KG

Val á vél getur haft áhrif á dráttargetu.

LAGAÐUR AÐ ÞÉR

Gerðu Defender-bílinn þinn enn öflugri og endingarbetri og tilbúinn í hvaða umhverfi sem er með aukahlutapökkunum okkar.
LAGAÐUR AÐ ÞÉR

SKOÐA NÁNAR

GERÐIR DEFENDER

GERÐIR DEFENDER

Skoðaðu alla línuna.
TÆKNILÝSING

TÆKNILÝSING

Skoðaðu staðreyndir og tölur.

**Skoða tölur úr WLTP-prófunum

Uppgefnar tölur eru fengnar úr opinberum prófunum hjá framleiðanda í samræmi við löggjöf Evrópusambandsins með fullhlaðinni rafhlöðu. Eingöngu til samanburðar. Raunveruleg notkun kann að sýna aðrar niðurstöður. Losun koltvísýrings,2sparneytni, orkunotkun og drægi geta verið mismunandi eftir t.d. aksturslagi, umhverfisaðstæðum, farmi, hjólabúnaði, aukahlutum, leiðinni sem ekin er og ástandi rafhlöðu. Tölur um drægi byggjast á fjöldaframleiddum bíl á staðlaðri leið.

*Blaut: Mælt með því að líkja eftir vökvafylltu farangursrými.

**Defender 110 og 130 með torfæruhjólbörðum. Ekki í boði á Defender V8-gerðir.

*Hámarkshraði er 191 km/klst. á 20 tommu felgum.

1Ekki samhæft við Expedition-varnarkerfi á framhluta eða A-laga varnargrind.

2Kannið alltaf akstursleið og uppakstursleið áður en ekið er yfir vatn.

3Connected Navigation krefst áframhaldandi áskriftar eftir upphafstímabil sem tilgreint er af söluaðila Land Rover.

4Reglur um sanngjörn afnot gætu átt við. Hefðbundin 1 árs áskrift sem hægt er að framlengja eftir upphafstímabil sem tilgreint er af söluaðila Land Rover.
5Búnaður fellur undir gildandi lög á hverjum stað. Ef notendur sem nota tvískipt eða margskipt gleraugu eiga í erfiðleikum með að ná fókus á stafrænu ClearSight-baksýnismyndina geta þeir notað baksýnisspegilinn þegar það hentar.