RANGE ROVER SV

RANGE ROVER SV

FÁGAÐUR LÚXUS, EINSTAKUR
Í nýjum Range Rover SV býðst meira úrval, enn betra handverk og einstakir möguleikar fyrir þá sem sækjast eftir sérsniðnum bíl. Lúxus fyrir öll skynfærin.

FÁGUN OG KRAFTUR, FULLKOMNAÐ

HÖNNUN

Sjáðu fallega, einfalda ytra byrðið með einstöku framgrilli og stuðara, sem eru fullkomin með andstæðu Range Rover áletruninni.

SV SERENITY-ÞEMA

Hreinræktaður munaður með áhersluatriðum sem undirstrika sérstöðuna.

SV SERENITY THEME
SV SERENITY THEME

ÁSÝND OG SMÁATRIÐI

Hver einasti millimetri af SV Serenity-þemanu hefur munað að markmiði. Smáatriði á ytra byrði í bronslit og tveggja tóna litaþema undirstrika eftirtektarverða eiginleika bílsins.

ENN MEIRA SÉRSNIÐ

Hægt er að gera SV Serenity-þemað á ytra byrði enn meira afgerandi með bronsáherslulit á þaki og 23 tommu felgum með dökkgrárri glansáferð og satínbronsinnfellingum.

MÓSAÍKINNGREYPING

Áherslan á smáatriðin er augljós í fallegum nýjum klæðningum og listum með inngreypingu og málminnfellingum með mósaíkmynstri. Mósaíkútsaumur á sætunum fullkomnar innanrýmið.

SV INTREPID-ÞEMA

Kraftmikil sérkenni.

SV INTREPID THEME
SV INTREPID THEME

ÁSÝND OG SMÁATRIÐI

Innanrýmið í þessu þema er meðal annars búið vönduðum viðarklæðningum og gljásvörtum keramikstýringum. Kolgrá málmhúðun og Atlas-grafítgrá áhersluatriði á ytra byrði gera þemað enn flottara.

ENN MEIRA SÉRSNIÐ

Auka má enn við kraftmiklar áherslur SV Intrepid-þemans með svörtum áherslulit á þaki, rauðum hemlaklöfum og gljásvörtum 23 tommu felgum með Narvik-svörtum innfellingum og dökkri lakkáferð.

LEÐURLAUST

UltrafabricsTM án leðurs er fáanlegt með SV Intrepid-þemanu. Mjúkt, sveigjanlegt og sterkt efnið er með einstakri ferhyrndri gataðri áferð.

SV SIGNATURE SUITE 

Fjögurra sæta SV Signature Suite býður upp á einstaka upplifun fyrir farþega í bílum með löngu hjólhafi, þar sem saman fara áreynslulaust notagildi og einstök þægindi.

SV SIGNATURE SUITE

SAMHLJÓMUR Í ÖLLU

Miðstokkur í fullri lengd í aftursætum er klæddur Windsor-leðri eða leðurlausu UltrafabricTM1með viðarspóni að ofan og innbyggðri stemningslýsingu. Stjórnsnertiskjár í aftursætum, með þráðlausri hleðslu, gerir farþegum í aftursæti kleift að stjórna þægindum og afþreyingu.

ÞÆGINDIN ERU FYRIR ÖLLU

SV Signature Suite gerir þægindum í Range Rover enn hærra undir höfði. Glasahaldararnir og upplýst lokið á kælihólfinu í miðstokknum eru rafstýrð og auðvelt er að stjórna þeim af snertiskjá stjórntækja í aftursætum. Dartington-kristalgler með SV-hönnun eykur enn á fágunina.

RÝMIÐ ER NOTADRJÚGT

Hægt er að stjórna rafknúna borðinu, sem er með sérmótaðri armstoð og sérhannaðri lýsingu, á snertiskjá stjórntækja í aftursætum. Undir því er pláss sem er nýtt á hugvitssamlegan hátt með innbyggðum og öruggum geymslurýmum í miðstokknum.

RANGE ROVER SV-VÉLAR

Range Rover SV er með háþróuðustu vélinni sem við höfum nokkru sinni boðið upp á.

TENGILTVINNBÍLL

TENGILTVINNBÍLL

Range Rover SV er í boði með tengiltvinnaflrás (PHEV) með auknu drægi. 3,0 lítra 6 strokka Ingenium-bensínvélin með 160 kW mótor skilar samtals 550 hestöflum (404.5kW)*.

SKOÐA NÁNAR

SV-SÉRSMÍÐADEILD

SV-SÉRSMÍÐADEILD

Einstakir Land Rover-bílar.
RANGE ROVER-GERÐIR

RANGE ROVER-GERÐIR

Skoðaðu alla línuna.

1Fer eftir vali á litaþema.
* P550e er aðeins í boði með stöðluðu hjólhafi.
** Aðeins í boði á SV-gerðum.