LEIÐANDI NÝSKÖPUN

LEIÐANDI NÝSKÖPUN

Tekur sportlegt viðhorf og kraftmikla getu á næsta stig.
Hannaður eftir linnulausa leit að hinu framúrskarandi, Range Rover Sport SV er spennandi nýjung sem ýtir mörkum lengra.

KRÖFTUGASTI FJÖÐRUNARBÚNAÐUR RANGE ROVER TIL ÞESSA

Njóttu aukinnar stjórnar á afkastagetu SV.

Í 6D Dynamics-fjöðrunarbúnaðinum hefur hinum hefðbundnu jafnvægisstöngum verið skipt út fyrir fyrsta flokks vökvarás sem vinnur einstaklega vel gegn veltu og dregur verulega úr fram- og afturhalla þegar gefið er inn eða hemlað. Þetta nýja kerfi vinnur í raun svo vel gegn veltu að 1,1 g hliðarátak er mögulegt með heilsárshjólbörðunum sem bíllinn er afhentur með.

Þetta skilar sér í einum skemmtilegasta Range Rover Sport sem framleiddur hefur verið.

KRÖFTUGASTI FJÖÐRUNARBÚNAÐUR RANGE ROVER TIL ÞESSA

6D Dynamics-fjöðrunin er 8 kg léttari og bregst hugvitsamlega við mismunandi aksturslagi, sem býður upp á aukinn sveigjanleika fyrir mismunandi akstursaðstæður.

Ný SV-stilling býður upp á einstaka kvörðun á veltuviðnámi, fram- og afturhallaviðnámi, þjöppun og endurkastsdempun, auk þess sem hægt er að lækka bílinn um 15 mm í viðbót til að bjóða upp á enn kröftugri akstur.

Flatari staða bílsins og jafnari þyngdardreifing býður auk þess upp á að hægt er að beina auknu hemlunarafli til afturhjólanna sem skilar sér í betri hemlun.

Þetta eru þægindi í akstri og akstursgeta sem ætlast er til af Range Rover með veltu- og hallaviðnámi sportbíls.

FYRSTA 23" KOLTREFJAFELGAN

Mun léttari, sterkari og stífari. Þeir eiginleikar sem skapa grunn að enn betri aksturseiginleikum eru allir til staðar í 23" koltrefjafelgum SV. Felgurnar eru afrakstur þriggja ára þrotlausrar hönnunarvinnu og prófana og sérstakrar áherslu á hið einstaka.

FYRSTA 23" KOLTREFJAFELGAN

Þær eru með fimm skiptum örmum, sem myndaðir eru úr fíngerðum lögum koltrefjaþráða, og samanlagt eru felgurnar 21 kg léttari en samsvarandi felgur úr steyptu áli. Þetta skilar sneggri hröðun og hraðaminnkun, aukinni lipurð og meiri sparneytni.


Sá mikli styrkur og stífleiki sem næst með nýstárlegri smíði og mótun koltrefjafelganna skilar sér einni í stöðugra stýri. Þetta eru felgur sem útvíkka aksturseiginleika og auka ánægju við akstur bæði á vegum sem í torfærum.


Þessir eru fánlegir í satín eða dökklituðu gljáandi lakki, fer eftir völdum lit.

HJÓLBARÐAR SKILA EINSTAKRI STJÓRN

Range Rover Sport SV er fyrsti Range Rover-bíll sögunnar sem er með mismunandi dekkjastærð að framan og aftan, 285 mm að framan og 305 mm að aftan, sem skilar sér í auknu gripi og betri stjórn.

RR Sport SV

HEMLAR ÚR KERAMIKTREFJUM.
Í FYRSTA SINN Á RANGE ROVER.

Range Rover Sport SV er búinn einstöku IPB-hemlakerfi (Integrated Power Booster), þróað í samvinnu við Brembo, leiðandi aðila á heimsvísu í hemlatækni, sem tryggir óviðjafnanleg hemlunarafköst.


Þetta afkastamikla hemlakerfi, sem er hannað til að þola hærra hitastig og dreifa þrýstingi betur, skilar framúrskarandi afli og hemlahjöðnunarviðnámi og dregur úr sliti. Hemlakerfið var kvarðað af SV-teyminu til að skila viðbragðsmestu svörun í fótstigi sem þekkst hefur í Range Rover.

HEMLAR ÚR KERAMIKTREFJUM. Í FYRSTA SINN Á RANGE ROVER.

Hemladiskarnir eru þeir stærstu sem settir hafa verið í fjöldaframleiddan bíl, 440 mm, og byggðir á tækni úr Formúlu 1.

Létt keramikefni hemlanna er styrkt með koltrefjum og aukanúningslag úr keramikefni er utan á báðum flötum hemladiskanna, til að tryggja mikinn vélrænan styrk og endingu. Ófjaðraður massi minnkar um heil 34 kg á öllum fjórum hornum.

SV

Jafnvel við þann mikla hita sem myndast við prufuakstur á hraðakstursbrautum og tvisvar sinnum erfiðari prófanir en AMS-staðallinn (Automotive Sport) segir til um skilar einstök krossuppsetning átta stimpla fínstilltri dreifingu þrýstings yfir borðann og hjöðnunarviðnámi sem er betra en í mörgum sportbílum.

ÖFLUGASTI RANGE ROVER-BÍLLINN TIL ÞESSA.

Upplifðu sérhönnuð SV-afköst.

4,4 lítra V8 MHEV bensínvél Range Rover Sport SV skilar 635 hestöflum, 800Nm togi og fer úr 0 - 100 á 3,6 sekúndum*.

ÖFLUGASTI RANGE ROVER-BÍLLINN TIL ÞESSA.

V8-vél Range Rover Sport SV er með tvískiptum forþjöppum, sem skila betra viðbragði og krafti yfir allt snúningshraðasviðið, og býður upp á enn betri aksturseiginleika, hámarksafl og sparneytni en eldri V8-vélar Range Rover.

Hefðbundnum stálslífum í strokkunum hefur verið skipt út fyrir örþunnt lag sérstakrar málmblöndu sem úðað er innan á strokkana. Þetta dregur úr þyngd og núningi um leið og varmaflutningur og varmanýting eru bætt. Valvetronic-kerfi með breytilegu inntaki og tvöfalt VANOS-tímastillingarkerfi ventla bæta virkni kambsins til að tryggja hámarksnýtingu bruna.

Samhliða kerfið eykur afköst í Dynamic Launch-stillingu rafrænt til að skila hámarksviðbragði við hröðun.

Hljóðið í Range Rover Sport SV rímar svo sannarlega við akstursupplifunina. Virkt útblásturskerfið er búið tveggja þrepa rafknúnum lokum sem skila greinilegu, víbrandi hljóði við litla inngjöf.

Þegar SV-stilling er virk er hljóðinu umbreytt í afkastameiri tón þar sem útblásturslokarnir opnast meira og oftar. Með auknum snúningshraða vélarinnar og meira og varanlegra loftflæði endurómar útblásturskerfið einstakt yfirbragð SV á hæsta styrk.

Range Rover

ALLTUMLYKJANDI HLJÓÐ SEM ALDREI FYRR

Finndu tónlistina bókstaflega flæða um líkamann. Body and Soul-framsæti SV sem knúin eru með SUBPAC™ umbreyta hljóði í umlykjandi bassa sem virkar á allan líkamann á mun áþreifanlegra og yfirgripsmeira sviði en hefðbundnir hátalarar.

SV chair

SUBPAC™-titringstæknin, sem notuð er af tónlistarupptökustjórum og hljóðhönnuðum um heim allan, notar gervigreindarhugbúnað með tveimur mögnurum með snertisvörun og fjórum innbyggðum boðbreytum.

Þetta kerfi tengist 29 hátalara Meridian Signature-hljóðkerfi bílsins. Afraksturinn er algjör bylting í hljóði í bíl og algerlega ný leið til að njóta tónlistar.

Kerfið býður upp á sex vellíðunarstillingar, allt frá róandi stillingu til endurnærandi stillingar, og lífkennamælingar hafa sýnt að Body and Soul-sætið skilar mælanlegum ávinningi fyrir þau sem í því sitja, t.d. með því að draga úr streitu og auka einbeitingu.

Body and Soul-sæti SV bjóða upp á umlykjandi hljóðupplifun í hverri ferð, auk þess að bjóða upp á hugvitsamlegar öryggisviðvaranir.

SKOÐA NÁNAR

RANGE ROVER SPORT SV EDITION TWO

RANGE ROVER SPORT SV EDITION TWO

NÝR RANGE ROVER SPORT SV Hrífandi, kraftmikill, afgerandi.
SVO-SÉRSMÍÐADEILD

SVO-SÉRSMÍÐADEILD

Óviðjafnanlegur lúxus. Óviðjafnaleg afkastageta.
GERÐIR OG TÆKNILÝSING

GERÐIR OG TÆKNILÝSING

Nýjasta safnið.

*Allt að 800nm tog og 0-100 á 3,6 sekúndum með samsettri vél og MHEV úttaki, Dynamic Launch Mode, Carbon hjólbörðum og Carbon keramík bremsum.

*Aukabúnaður sem settur er á eftir framleiðslu hefur áhrif á þyngd bílsins. Gakktu úr skugga um að ekki sé farið yfir heildarþyngd og hámarksálag ökutækisins þegar bætt er við aukabúnaði, farþegum, vökva, eldsneyti og farangri.