Fimm einstakar útgáfur innblásnar af himingeimum og goðafræði. Fyrsta safn sinnar tegundar.
Hver hönnun hefur verið vandlega úfærð með sérsniðnum litum og áferðum, 23 tommu felgum, carbon ceramic bremsum, koltrefjahúddi og einstökum táknum sem um allan bílinn. Innréttingarnar eru fáanlegar í tveimur mismunandi litasamsetningum.
Gaea táknar jörðina. Gaea er táknað með hallandi tákni sem má túlka sem bæði öldu og fjall.
Innblásið af landi og sjó. Gaea býr yfir TerreMatte green ytra byrði, Satin Forged Carbon Fibre púströr og Carbon Bronze ceramic bremmsuklossum.
Innblásið af tunglinu. Ytra byrði er í Ilmenite Grey Satin lit með metallic flake áherslum.
Að innan er fallegt tákn útskorið í viðaráferðina, það er táknmynd ljóss, þar á meðal tungls og stjarna. Satin Forged Carbon Fibre áferð á miðstokknum glitrar fallega í birtunni.
Fimmta tungl Júpíters, það eldfjallavirkasta í sólkerfinu, gefur þessari útfærslu nafn sitt og innblástur með björtum en fáguðum Cyllene Gloss lit að utan. Fáanlegur í pöntun frá janúar 2025.
Áberandi litasamsetningin er fullkomnuð með Gloss Twill Carbon Fibre púströrum og felgum, sérhönnuðum Silver carbon ceramic bremsuklossum og koltrefjatáknum.
Þessi útfærsla er nefnd eftir einstaklega bjartri stjörnu í Lyra stjörnumerkinu og kemur í Verrier Blue lit. Nafn þess, sem kemur frá arabísku orði sem þýðir „fall“, er táknað með lóðrétta merkinu sem er að finna um allt farartækið.
Ytra byrði Vega er með koltrefjahúddi í glansandi Twill áferð sem skapar áberandi andstæður, sömu áferð má finna á táknum, púströri og felgum. Nano Yellow carbon ceramic bremsuklossarnir fullkomna útlitið.
Sol, sem sækir innblástur frá rómversku og norrænu sólguðunum, er glæsilegur og dramatískur í útliti. Hann sýnir kraft sólarinnar með áberandi Aurora Yellow Gloss lit að utan.
Þessi áhrifamikla hönnun býður upp á glansandi Narvik Black þak og spegla í andstæðu við Satin Forged Carbon áferðina að utan, ásamt felgum og bremsuklossum.