Verndaðu yfirborðsfleti Land Rover-bílsins með sértækri ábyrgð.
RYÐVARNARÁBYRGÐ
Ef einhver hluti af yfirbyggingu Land Rover-bílsins er ryðgaður skiptir viðurkenndur þjónustuaðili Land Rover um eða gerir við ryðguðu þilin án endurgjalds. Tryggingin gildir í sex ár frá afhendingu á nýjum Land Rover, óháð ekinni vegalengd eða breytingu á eignarhaldi.
Lakkábyrgðin tekur gildi um leið og ábyrgð framleiðanda og gildir í þrjú ár. Ef einhverjir gallar eru á lakkinu sjálfu, eða tilkomnir vegna þess hvernig það var borið á, eru viðgerðir inntar af hendi án endurgjalds á hvaða viðurkenndu þjónustumiðstöð Land Rover sem er.
Áframhaldandi hugarró fæst með viðbótartryggingu Land Rover, sem tekur við þegar þriggja ára ábyrgð framleiðanda lýkur. Öll viðgerðarvinna fer fram hjá þjálfuðum tæknimönnum Land Rover sem nota varahluti frá Land Rover.
ÁBYRGÐ Á VARAHLUTUM OG AUKAHLUTUM
Ábyrgðin tekur til allra varahluta eða aukahluta frá viðurkenndri þjónustumiðstöð eða varahlutasölu Land Rover og gert verður við eða skipt um hluti án endurgjalds.
Þótt ábyrgðin sé jafnöflug og Land Rover-bíllinn sjálfur er hún ekki altæk og nær þannig ekki yfir það sem er lagað eða skipt um í reglubundnum þjónustuskoðunum eða viðhaldi. Að sama skapi nær hún ekki yfir viðgerðir eða skipti sem eru bein afleiðing af:
- Eðlilegu sliti
- Vanrækslu á viðhaldi bílsins í samræmi við viðhaldsáætlanir og þjónustuleiðbeiningar Land Rover
- Notkun á röngu eldsneyti, t.d. bensíni í stað dísilolíu
- Vanrækslu á því að nota þá varahluti eða vökva sem Land Rover tilgreinir (eða varahluti af sambærilegum gæðum)
- Tjóni vegna vanrækslu, slyss eða rangrar notkunar
- Óheimilum breytingum á bílnum eða hlutum hans (breytingum sem samræmast ekki tæknilýsingum Land Rover)
AÐRAR UNDANÞÁGUR
Land Rover-ábyrgðin þín bætir ekki óþægindi, samgöngutap, tapaðan tíma eða annað tilfallandi eða afleitt tjón sem þú eða einhver annar gætir hafa orðið fyrir vegna galla sem er tryggður.
Aðeins er hægt að kaupa viðbótartryggingu á meðan bíllinn er í upprunalegri ábyrgð.