Sérsníðanleg aðgerð sem sameinar ferns konar akstursaðstoðarbúnað: Ákeyrsluviðvörun, akreinastýringu, hraðakstursviðvörun og tilkynningu um hámarkshraða.
InControl inniheldur akstursaðstoðarbúnað, bæði staðalbúnað og aukabúnað, sem gerir þér kleift að njóta þíns Land Rover til fulls og tryggir mesta mögulega öryggi í akstri hvert sem haldið skal. Hafðu samband við næsta söluaðila til að fá upplýsingar um hvaða aukabúnaður hentar þér.
Auðveldar þér að aka Land Rover til í þröngum bílastæðum innanbæjar. Hafðu samband við næsta söluaðila til að fá upplýsingar um hvaða aukabúnaður hentar þér.
Settu saman bíl sem hentar þínum þörfum.
1Mikilvægt: Bílar á GSR II-markaðssvæðum og/eða NCAP-markaðssvæðum eru stilltir aftur á háa stillingu í hvert skipti sem drepið er á þeim. Á öðrum markaðssvæðum en GSR II og/eða NCAP helst valin akstursaðstoðarstilling virk í minni bílsins og breytist ekki þegar svissað er af. Stillingar sem notandi velur í sérsniðinni stillingu eru alltaf vistaðar í bílnum, óháð markaðssvæðum. Almenna GSRII-öryggisreglugerðin er öryggislöggjöf sem öðlaðist gildi fyrir nýjar gerðir bíla árið 2022 og mun gilda um gerðir sem þegar hafa verið settar á markað árið 2024
2Blindsvæðishjálp getur komið í veg fyrir árekstra. Ef bíllinn þinn greinir annan bíl á blindsvæðinu þegar þú byrjar að skipta um akrein og mögulegur árekstur er talinn yfirvofandi gerir stýringarleiðrétting þér viðvart til að þú getir beint bílnum í átt frá hættunni.
3Aðeins í boði með Pivi Pro.
†Frekari upplýsingar er hægt að nálgast með því að sækja og nota iGuide-forritið.
Sækja iGuide fyrir Apple.
Sækja iGuide fyrir Android.
Aukabúnaður og framboð hans geta verið háð tæknilýsingu bíls (gerð og aflrás) og verið misjöfn eftir markaðssvæðum eða kunna að krefjast uppsetningar á öðrum búnaði. Hafðu samband við söluaðila til að fá nánari upplýsingar eða útfærðu bílinn þinn á netinu.
Ökumenn ættu einungis að nota búnað í innanrými bílsins þegar það er öruggt. Ökumenn þurfa að tryggja að þeir hafi fulla stjórn á bílnum öllum stundum.