ÁBYRGÐIR

ÁBYRGÐIR

ÁBYRGÐIR

Njóttu áfram hugarróar heima og heiman með Land Rover-ábyrgðum* – sem allar eru sérstaklega hannaðar fyrir Land Rover-eigendur.

ÁBYRGÐ FRAMLEIÐANDA

ÁBYRGÐ FRAMLEIÐANDA

Þú færð yfirgripsmikla ábyrgð frá framleiðanda og vegaaðstoð fyrir ótakmarkaðan akstur / í þrjú ár eftir kaup á Land Rover-bíl. Á viðurkenndum þjónustumiðstöðvum Land Rover er skipt um eða gert við alla íhluti með framleiðslugalla án endurgjalds.
VIÐBÓTARTRYGGING

VIÐBÓTARTRYGGING

Áframhaldandi hugarró fæst með viðbótartryggingu Land Rover, sem tekur við þegar þriggja ára ábyrgð framleiðanda lýkur. Öll viðgerðarvinna fer fram hjá þjálfuðum tæknimönnum Land Rover sem nota varahluti frá Land Rover.
LAKK- OG RYÐVARNARÁBYRGÐ

LAKK- OG RYÐVARNARÁBYRGÐ

Þótt Land Rover-bíllinn þinn sé hannaður fyrir erfiðar aðstæður er betra að vernda hann eftir því sem kostur gefst svo hann líti alltaf sem best út. Samkvæmt ábyrgðinni gerir viðurkenndur þjónustuaðili Land Rover við eða skiptir um tærða hluta yfirbyggingarinnar eða lakkskemmdir.
ÁBYRGÐ Á VARAHLUTUM OG AUKAHLUTUM

ÁBYRGÐ Á VARAHLUTUM OG AUKAHLUTUM

Ábyrgðin tekur til allra varahluta eða aukahluta frá viðurkenndri þjónustumiðstöð eða varahlutasölu Land Rover og gert verður við eða skipt um hluti án endurgjalds.

Skilmálar

*UNDANÞÁGUR FRÁ ÁBYRGÐ



Þótt ábyrgðin sé jafnöflug og Land Rover-bíllinn sjálfur er hún ekki altæk og nær þannig ekki yfir það sem er lagað eða skipt um í reglubundnum þjónustuskoðunum eða viðhaldi. Að sama skapi nær hún ekki yfir viðgerðir eða skipti sem eru bein afleiðing af:

- Eðlilegu sliti

- Vanrækslu á viðhaldi bílsins í samræmi við viðhaldsáætlanir og þjónustuleiðbeiningar Land Rover

- Notkun á röngu eldsneyti, t.d. bensíni í stað dísilolíu

- Vanrækslu á því að nota þá varahluti eða vökva sem Land Rover tilgreinir (eða varahluti af sambærilegum gæðum)

- Tjóni vegna vanrækslu, slyss eða rangrar notkunar

- Óheimilum breytingum á bílnum eða hlutum hans (breytingum sem samræmast ekki tæknilýsingum Land Rover)



Aðrar undanþágur



Land Rover-ábyrgðin þín bætir ekki óþægindi, samgöngutap, tapaðan tíma eða annað tilfallandi eða afleitt tjón sem þú eða einhver annar gætir hafa orðið fyrir vegna galla sem er tryggður.

Aðeins er hægt að kaupa viðbótartryggingu á meðan bíllinn er í upprunalegri ábyrgð.